mánudagur, maí 29, 2006

3ja hæðin tekin í gagnið :o)


Halló halló - yndisleg helgi. Við fluttum tölvurnar upp á 3ju hæðina - sem er alveg ofboðslega flott! Er meeega þreytt í fótunum eftir flutningana, ekkert smá að flytja dótið upp 2 hæðir... he he vorum að gera grín að því að við værum ekki lengur í flutningsæfingu :o)
En þetta er alveg rooosalega flott hæð hjá honum Hjölla mínum!!

Svo klippti ég gaurinn minn, notaði svona rakvél, svo hann er með hálfsnoðaðan kollinn, sumarklippingin í ár :o) hann er algjör rúsína svoleiðis. Hann er rosalega ánægður með þessar breytingar á húsinu, það er nefnilega svo miklu meira af opnu rými og hann getur hlaupið miklu meira um allt þarna uppi.
Eins og sést á myndinni eru genin á réttum stað í litla prinsinum mínum :o)

hafið góðan dag, Guðrún K. "stolt móðir"


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, þetta lítur vel út, gaman að vera komin með mikið pláss.

Strákurinn þinn stækkar svo hratt, ég bara trúi þessu varla.

Kveðja úr Kaliforníu
Solla

J?hanna sagði...

Hann er flottur þarna fyrir framan skjáinn, sá stutti :)