miðvikudagur, apríl 19, 2006

góðir páskar :o)

fór með soninn til mývó, hótel aLa Mamma og Pabbi. Hjölli varð eftir til að endurbæta efri hæðina og holið niðri. Þetta er orðið svo flott, ég brenn í skinni yfir að fara að nota þetta rými sem við erum að fá í hendurnar! 70 fermetrar auka - það er bara eins go ágætis leiguíbúð í hinni dýru Reykjavík!!
Fékk góðan mat og gott páskaegg. Sonurinn fór að taka upp á því að príla upp á eldhússtóla, sem þýðir að nú er ekkert heilagt neinstaðar. Hann veit að ef hann færir stólinn og prílar upp þá nær hann hærra í hluti sem hann hefur ekki fengið að kanna ennþá. Nýr heimur að opnast fyrir honum blessuðum.
Ég er ein hérna í búðinni. Bókarinn er í fríi, og það er afskaplega rólegt eitthvað yfir öllu. Ætli ég verði svikin einu sinni enn á sumarfílíngnum? Gráar götur, allt autt nema skaflar hér og þar sem eru eftirstöðvar veðurofsans sem gekk hér um. Ég vil að sumarið fari að koma, commonn það er apríl FCOL...

Engin ummæli: