fimmtudagur, júní 01, 2006

Sól og sumarhiti

Góðan daginn gott fólk. Loksins er komið sannkallað sumarveður hérna á Austurlandi. Kallinn minn sat úti á "svölum" í sólinni með sígó þegar ég fór. Hann duglegur, reykir ekkert inni lengur, fer út til þess.
En firðirnir eru spegilsléttir, fuglarnir kvaka í trjánum sem eru orðin græn. Og þar að auki er útborgunnar dagur í dag, hvernig getur maður annað en verið í góðu skapi :o)

Þið ykkar sem voruð að reyna að ná sambandi við mig sl daga, td á mánudag og þriðjudag en ekkert gekk - var vegna þess að ég kom heim á mánudag með gubbuna, sem stóð frameftir kvöldi. Og fór ekki í vinnu á þriðjudag vegna slappleika og slens, einnig var ég gjörsamlega búin á því eftir átökin kvöldinu áður. Ekki fór svo betur en Hjölli minn lagðist líka á þriðjudagskvöldið.

Ég var að spá í að fara í Mývó um helgina. En ef það á að vera svona veður hérna þá hreinlega tími ég ekki að fara. Heldur taka til í garðinum, grilla go hafa það næs heima hjá mér.

Engin ummæli: