Ég er búin að vera frekar down eftir að ég frétti að Kíttið mitt hafi orðið undir bíl sl mánuð og ekki lifað slysið af. Þetta frétti ég sl föstudag (fyrir viku síðan) og var ég ekki í miklu hátíðarstuði frönsku helgina út af því. Hjölli var að vinna alla helgina og vorum við Gabríel bara heima í ró og næði þar sem ég gat fengið að gráta í friði yfir þessum örlögum knúsustelpunnar minnar. Ég auðvitað kenni sjálfri mér um, hefði aldrei átt að láta hana frá mér, en það bara þýðir ekki. Ég átti ekki um annað að velja þegar sú staða kom upp. Hún allavega fílaði sig vel á bænum go bóndinn var svakalega ánægður með hana og sá mikið eftir henni. Sem er huggun fyrir mig - henni leið vel þar.
Njótið helgarinnar :o)
- Annars er það að frétta að við fjárfestum í nýjum (úr kassanum) Ford Ranger pickup, mega fallegur bíll sem á eftir að nýtast okkur vel.
- Hjölli vinnur og vinnur.
- Við stoppum ekki lengi í R-vík næstu helgi, sennilegast fljúgum við um morgun og svo heim aftur um kvöldið. Ég fæ bara að koma seinna ein þegar hann er í fríi.
- Enn atvinnulaus
- Nóg aðgera sem "full time mom"
Njótið helgarinnar :o)
2 ummæli:
Samhryggist þér vegna Kítöru, stórt knús og kossar!!
Æj... leiðinlegt að heyra um Kítöru, dúllan mín. Don't blame yourself, þetta var ekki í þínum höndum. Knús frá Rvk.
Skrifa ummæli