fór á snilldar þorrablót í Reykjadal um helgina!! það var bara gaman! Reykdælingar eru klikk segi ég nú bara. Það var dulítið skondið að sjá gömlu kennarana af Laugum reyndar :o) Anna og Hermann eru nú alltaf jafn miklar perlur þessar elskur! Og það var etið að góðum sið mikið og vel af skemmdum jafnt sem ferskum mat! Allavega var ánægjulegt að borða hákarl með fólki sem finnst hann jafn góður og mér (smbr Védís; mamma Önnu, og Hermann).
Gabríel var í passi hjá mömmu og pabba og var þokkalega ánægður með það allt saman. Fer alltaf vel um hann þar! Honum finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, og ég er alltaf jafn hrædd um að hann vilji svo ekki fara heim aftur. En hann er líka jafn kátur að fara heim og á sunnudag sönglaði hann í bílum "heim hjóla heim hjóla" og hlakkaði til að komast í hjólið sitt heima.
Já okkur líður rosalega vel.
Gaman í vinnunni. Hresst fólk sem ég vinn með, og gaman að koma í vinnu á morgnana, sem skiptir jú miklu máli. Dagarnir eru langir reyndar, en svona er þetta bara þegar maður er "sjálfstætt" foreldri. Þetta virkar, Gabríel er ánægður og það er fyrir öllu :)
/knús :o)
1 ummæli:
sjálfstæð foreldri rokka!!
Skrifa ummæli