sko ég fékk þá flugu að fara aftur í skóla. Og það sem heillar mig mest er lögfræðideildin á Bifröst... Og þá er náttla komið upp hjá manni.. "hvað er maður að spá..? " ég kæmist aldrei þar inn, og ef maður svo ótrúlega vildi til kæmist inn þar sem einhver í inntökudeildinni hafi verið í snilldargóðu skapi, hvað ætli maður eigi erindi í þessum geira? hefur maður gáfur til að klára svona pakka?? Nú er ótrúlegasta fólk að taka sálfræði (nei ekki þú dóa - þú ert snillingur) fólk sem maður hefði haldið að væri ekki í meðallagi gáfað. Svo maður fær smá örvandi púst með að maður gæti nú klórað sig í gegnum þetta - hef alltaf átt auðvelt með að læra.
Nú í bjartsýniskasti sótti ég um. Þæglegt aðgengi þar. Hugsaði sem svo að þetta væri kúl lausn á bráðabirgðartíndílausulofti stöðunni sem ég er í. Vinnan mín er ekki að virka, húsnæðið mitt er of dýrt, ég er sennilegast að fá magasár af stressi, svefn er eitthvað sem ég man ekki hvað er, og að borða holt (að borða yfir höfuð) er lúxus sem ég man eftir í blörrí minningu. (ekki misskilja - sonur er í góðu yfirlæti - ég passa það) Þessu öllu sópa ég undir teppi þegar ég hitti son minn sem er allt of sjaldan, spukulera í að hengja á hann mynd af mér til að minna hann á hvernig ég líti út. (það er partur af "vinnan er ekki að virka")
Þarna er skóli, húsnæði, leikskóli og ég ekki að vinna 24 tíma frá syni minum á daginn.
- er ég rugluð.... ?
4 ummæli:
Frábært skref elsku vinkona!!!! Líst þvílíkt vel á þetta og núna mun ég sitja með krosslagða fingur þangað til þú ert búin að fá svar... You Go Girl!!! Eitthvað það besta sem þú getur gert fyrir þig og sólargeislann þinn.
Knús og kossar
Ragga
Styð þig heils hugar í að fara aftur í skóla - og ég skil alveg að þú sjáir kosti við Bifröst... Ég myndi ekki hafa alltof miklar áhyggjur af að þú sért ekki nógu gáfuð fyrir skólann, nema þeir hafi breitt stíl umtalsvert síðustu 4 ár. Þú ættir að geta rúllað þessu upp. Fallegur staður en fyrir mig var það náttúrulega hreint helvíti að vera umvafinn eintómum bisness- og lögfræðitýpum ;) Passaði inn eins og köttur á hundasýningu - en það kom líklega engum á óvart nema mér...
Tek undir með Röggu. Það besta sem þú gætir gert fyrir ykkur mæðgin er að mennta þig og finna þér góðan stað í atvinnulífinu.
Ég hef rosalega góða tilfinningu fyrir þessu hjá þér. Skoðaðu meira, finndu þér backup-plön og ekki nota orðið "óraunhæft" ;)
Loveya!
Nei esskan þú ert ekki rugluð...bara nokkuð venjuleg og að fá þá flugu í höfuðið um hvað þú ætlar að verða þegar að þú verður stór...Og Bifröst er vaxandi staður....en bara að spurja...er þetta bara afþví að ég er að koma norður aftur...nei ég er að grínast...vona bara að þú komist inn í skólann...vantar alltaf lögfræðing...þó að Hrannar sé líka lögfræðingur.
Skrifa ummæli