Átti frábæra helgi og lífið heldur áfram að vera snilld og vera alltaf betra og betra. Fórum í Fellshlíð á laugardaginn, reyndar með smá auka rúnt í sveitina. Alltaf gott að koma í sveitirnar; Mývó og Fellshlíð. Hermann blessaður grillmeistari aldarinnar fór á kostum fyrir okkur konurnar. Gabríel minn er orðinn heimavanur í Fellshlíð, kann vel við sig þar. Þau eiga yndislega tík, Blíða, sem er svo mikið djást að orð fá því ekki lýst!
Gabríel var rosalega duglegur og sofnaði þar ekkert mál. Honum líður vel þarna, kann við sig og er öruggur með allt. Og við konurnar héldum áfram að hafa það notalegt á meðan Hermann grillmeistari grillaði annann rétt kvöldsins; humar. Fyrri réttur var lamb - alveg svo ólýsanlega gott. Og eftirréttur voru ávextir, grillaður ananas með súkkulaðimalibu sósu ídýfu! OMG súkkulaðifullnæging frá himnaríki!!
Þetta var okkar helgi saman áður en Dóan mín fer til Amsterdam. Tvær af mínum bestu vinkonum verða í Hollandi. Þeirra verður beggja sárt saknað og feikilega góð ástæða til að fara þangað!!
Maður var náttla í nokkuð góðum smsum við Svíþjóð þar sem ég hefði svo viljað hafa Mattias minn þarna með okkur. Líka þar sem Hermann hefði alveg getað þegið samherja. Mattias hefði fallið vel inn þarna, enda yndislegur eftir því. Síðasti Geirfuglinn segja stelpurnar um hann...
Og þegar sonur minn er farinn að heimta að fá að tala við hann kl 8 á morgnana (eins og í morgun) þá er eitthvað þar sem vert er að halda í !
Hann sem sagt réðst inn á bað til mín í morgun, á meðan ég var í sturtu "Gablel tala við Mattimas" og heldur á símanum. Skype sessionið kvöldinu áður með webcam var greinilega ekki nóg.
Nú og auðvitað hringdum við í manninn......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli