þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Ekki minn dagur í dag...

sumir dagar eru bara þannig að maður á að vera undir sæng... Og þessi er þannig - af hverju júníversið kemur með "mánudag" á þriðjudegi - I'll never know.
Ef ég ýti á enter á lyklaborðinu þá poppar upp Word skjal... Ef ég þarf að pissa þá hringir síminn.. Ef ég moka af bílnum mínum þá hrynur af þakinu ofan á rúðuna þegar ég er lögð af stað.. Ef ég skipti um sokka því ég steig í bleytu á leiðinni inní mat (heima í stigagangi) þá pottþétt steig ég aftur í bleytuna á leiðinni út...
þið skiljið hvað ég á við... og klukkan er bara tvö - og þetta er aðeins toppurinn af ískjakanum... við skulum ekki fara út í nánari óheppnir..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þekki konu sem hefur verið einhleyp í eitt og hálft ár. Hún hefur daðarað við einn mann á þessu tímabili og það var í barnaafmæli. Nema hvað hún ætlar að bregða sér fram í eldhús þar sem hún flýgur á hausinn og festir puttan í klappstól...og veit ekki fyrr en daðurmaðurinn er farin að stumra yfir henni... sumir eru bara óheppnir.
Herdís