föstudagur, febrúar 01, 2008

ólíkir heimar.


ok ég er í vinnunni og það er rólegt hjá mér. Er að fylgjast með umferðinni út um stóra gluggann minn í búðinni, sé upp á Glerártorg, og Tryggvabrautin er frekar mikil umferðargata, jafnt og Hvannavellirnir hérna að framan. note; búðin er á horni Hvannavalla og Tryggvabrautar. Eníveis. Það kyngir niður snjó. Maður stoppaði á ljósi í morgun og liggur við að maður hafi þurft að fara út og skafa aftur.

Mín dugleg, fór og keypti rúðuþurrkur á súbbann, sem ég er afar þakklát fyrir að vera á þessa dagana. (Pólóinn hefði ekki komist út af bílaplaninu heima við blokk.) Eldri maður aðstoðaði mig við að setja þurrkurnar á, horfði síðan yfir gleraugun og sagði að maður ætti helst ekki að nota þær sem sköfur. Held að ég hafi meira að segja náð að roðna - þrátt fyrir kuldann, þæfinginn og snjóinn. Málið er að þær frusu við og ég fattaði það ekki, ýtti þeim af stað og gúmmíið varð eftir. En jæja. Og aftur er bíllinn orðinn að skafli hérna í bílaporti starfsmanna EJS.

Bara búin að sjá einn sjúkrabíl~ Guði sé lof bara einn!

Mér finnst bara magnað að traffíkin og hið daglega líf gengur sinn vanagang þrátt fyrir kulda og snjó. Og Glerártorg hverfur alltaf reglulega í snjókófið.

Man eftir svona veðri þegar ég bjó í Great Falls, VA, þá var ég lokuð inni í 2 vikur. Húsbóndinn á heimilinu átti afmælisútgáfu Ford pickup truck sem ég mátti ekki fara á út, "it's not u I am worried about - it's the other idiots out there"

Þar lamaðist allt. Skólar, verslanir, þjónusta... allt.

Í gamla daga, þegar skólinn minn var á Skútustöðum, þá urðum við krakkarnir að fara með rútu á hverjum degi. Og þegar vont veður var (sem var óhugnalega miklu oftar en nú) þá beið maður spenntur; skildi Jón Árni rútubílstjóri ná að keyra okkur? Og ég held ég geti talið skiptin á annarri sem skóli var felldur niður sökum veðurs. Alltaf skildi Jón Árni koma á Sólskríkjunni og sækja okkur. Mikið sem við krakkarnir bölvuðum þessari rútu, hún komst allt!! Í dag hugsar maður ; hvílíkur snilldar ökumaður Jón var og hvað rútan var öflug að komast allar ófærðir úti um allt.

Rosalega hefur allt breyst, og hvað allt er ólíkt og annars staðar. Í dag hugsa ég bara um að ljúka deginum, sækja gullmolann minn, og eiga gott og náðugt kvöld, heima í hlýjunni með syni mínum, sem er algjör sólargeisli!

Eigið góða helgi, munið að klæða ykkur vel og farið varlega í umferðinni, snjónum og ófærðinni.

2 ummæli:

J?hanna sagði...

já gamli tíminn og nýi tíminn! Í "gamla daga" var nú skólanum ekki aflýst svo glatt, núna má varla koma úrkoma, þá er foreldrum "ráðlagt að halda börnum heima".

Enda er komin upp heil kynslóð sem kann ekkert að keyra í snjó :)

Hafðu það gott um helgina. Loveya!

Nafnlaus sagði...

jamm við sonur fórum sko á rúntinn bæði í gær og í dag eftir skóla - svo gaman að keyra um á góðum bíl, hlýr "og ljósin í mælaborðinu".. shit hljóma eins og Bubbi núna.. haha eníveis - við nutum þess að fara á rúntinn, kaupa kleinur og keyra um í snjónum :o)