og vikan líður áfram. Það er sumarfílíngur í gangi, snjórinn að fara og hlýr vindur úti. Maður fær alveg nýja orku á svona dögum. Sit með sólheimaglottið og horfi dreymandi út um gluggann í vinnunni. - ekki misskilja - ég er kona - get gert tvennt í einu - dreymt dagdrauma og unnið !!
Það er gaman að vakna á daginn, sonur minn kemur og knúsar mig, og vill fá morgunmatinn sinn.
Já það er vorfílingur í manni - þó það sé bara febrúar. Og ég get svo svarið það að ég finn fyrir fiðring í maganum, og kitlar í puttana á að fara að gera eitthvað, þó það væri ekki nema bara að fara helgarrúnt til Hollands á útitónleika! Það er allavega asskoti erfitt að sitja bara kjurr og bíða eftir að dagurinn líði.
Já og ég er að fara í barnaafmæli í kvöld :)
2 ummæli:
Ég er svo sammála þér með sumarfílinginn. Fyrir utan það að það frysti í nótt og það er orðið frekar kalt í dag, en ég geng í stuttum buxum og opnum skóm þessa dagana. Sumarið fer í bjórdrykkju og rúnta til Akureyrar...ég heimta gott kaffi. Get nefnilega trúað því að þú værir snillingur í kaffimaking;)
Kv. Hafrún
ég bý til geggjað kaffi - á mína cappuccino vél sem gerir snilldar kaffi - svo er hægt að búa til írskt kaffi svo eitthvað sé nefnt :) En þú ert alltaf meir en velkomin í heimsókn - kaffi, bjór eða rauðvín - skiptir ekki :o)
Skrifa ummæli