sunnudagur, mars 23, 2008

Afmæli í dag :)

Já ykkar yndislegust á afmæli í dag !! Er búin að fá fjölda smsa og kveðjur í dag. Takk takk elskurnar mínar.

Dagurinn er búinn að vera hrein snilld. Sonur minn pakkaði inn afmælisgjöf (með aðstoð ömmu sinnar) og skrifaði sjálfur á afmæliskortið mitt. Og hann var svo stoltur og þetta var svo flott hjá honum. Svo söng hann fyrir mig afmælissönginn!! Hann mundi sko strax í morgun þegar hann vaknaði að ég átti afmæli. Og hann mundi sko strax að ég átti að fá pakka og þegar pakkarnir væru búnir átti að opna páskaeggin! Hann fékk stórt egg frá pabba sínum með strumpi sem hann opnaði. Fékk dygga aðstoð Sylvíu bestu frænku. Set myndir inn á flickr við tækifæri.

Eftir hádegi fórum við mamma í páska/afmælisdekur í Lónið. Juuminn hvað það var næs! Sylvía færði okkur bjór útí lón og sátum við þar og sötruðum. Agalega yndælt að sitja þar í heitu vatninu, láta líða úr sér og vera alveg með tíma til að dekra svið sjalfa sig.

Var heima í gærkveldi. Fékk boð um að mæta á Hattinn en ákvað að vera heima. Togaðist mikið í mér en þegar ég vaknaði með syni mínum í morgun þá var ég svo fegin að hafa ákveðið að vera heima. Koma önnur kvöld eftir þetta kvöld og ég held að sá er bauð hafi alveg skilið það :) Föstudagskvöldið var hrein snilld, nóttin enn betri og morguninn bestur. Hlakka bara til framtíðarinnar :)

Eigið sem besta páska

Ykkar Guðrún K.

Gudrun

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Guðrún:-)
Kveðja Heiðrún (Skútahrauni 19... he he)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn skvís. Sýnist þú hafa notið hans út í eitt, en þannig á það að vera...
Vill fá djúsí díteils í vinnunni á þriðjudag um það hvernig djammið var hjá þér á föstudagskvöldið:)

J?hanna sagði...

Til hamingju elsku besta krúttan mín:)

Þúsund milljón kossar úr Reykjavík...

P.s. vil líka fá subbuleg smáátriði á msn á þriðjudag ;)

Nafnlaus sagði...

heheheheee - be careful what u wish for :o)