er í letikasti, er í heimagallanum, nýskriðin úr glápi, reyndar komst í sturtu. Vinnuhelgi hjá mér, pabbahelgi hjá Gabríel. Var einmitt að leika mér í gær að setja myndir uppá veggina hans. Fann motogp myndir og F1 myndir. Prentaði út og hengdi upp. Tók herbergið hans í gegn í gær. Raðaði dóti, skipti út, svona dútl sem erfitt er að dunda við þegar hann er heima. Svo bara horfði ég á imbann og sofnaði í lazyboy. Drattaðist lokst inn í rúm um eitt og hélt áfram að sofa. Þreytt eftir föstudagskvöldið þar sem EJS keppti við Bræðurna Ormsson í íshokkí. Ég var bjór/plásturberi - fór ekki á skauta. Ætla ekki að stúta bakinu mínu endanlega. En við unnum, og svo var kíkt út í gleðskap. Borða á Strikinu og bjór á Kaffi Akureyri. Jámm minn soldið þreyttur.
Það er sunnudagur, var aftur snjór í fjallinu. Veturinn er bara rétt hinum megin við hornið. Anna kom með ástæðu til að hlakka til kuldans og snjósins: vélsleðar. Jámm hún sagði að við Gabríel ættum að koma í Fellshlíð á sleða þegar snjórinn kæmi - og það munum við sko aldeilis gera.
Og já ekki má gleyma að þegar veturinn kemur þá er enn styttra í jólin!! Og afmælið hans Gabríels.
Var í Hagkaup í gær. Hitti konu frá Fásk sem ég hef ekki séð síðan ég flutti. Hún knúsaði mig, og sagði að ég liti svo vel út - að ég ljómaði. Ég sagði henni að það væri vegna þess að lífið er yndislegt þessa dagana - gaman að vera til. Mér líður vel. Það var rosalega gott að sjá hana. Fékk hálfgerðan sting í magann því ég hef ekkert farið austur síðan ég flutti. Og það eru svo margir sem mig langar að hitta. Hún verður í bænum í 2 vikur, fékk símann hennar og ætla að kíkja á hana í kaffi - hún vildi líka endilega hitta gullmolann minn :)
Jæja - þá er að halda áfram að njóta helgarinnar!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli