já það er rosalega fallegur dagur úti. Sólin skín á fjallið sem er klætt snjóbreiðu yfir allt og skíðasvæðið virðist vera nánast tilbúið! Það virðist sem allt muni standast hjá þeim í Hlíðarfjalli og fólk geti farið þangað um helgina og gleymt óvissunni, áhyggjunum og daglegu amstri á þessum döpru, dimmu og leiðinlegu tímum.
Í dag finn ég hve heppin ég er. Ég vaknaði í morgun, sonur minn svaf vel og vaknaði glaður.
Ég næ alltaf að horfa á ljósu punktana. Í dag er ég kannski búin að missa vinnuna, en ég hef þó 3 mánuði til að finna aðra. Ég er bara með litla Euroskuld síðan ég þurfti að borga lögfræðingnum mínum í sumar til að losna undan gjaldþroti. Já ! ég náði því - og þar sem ég lenti í því að horfa framan í gjaldþrot þá var ég ekki að kaupa bíl eða íbúð og er því skuldlaus í dag. Ekkert sem hækkar í afborgunum þessa mánuði. Ég borga mína leigu og sem fylgir því, leikskólann, mitt net og stöð 2.
Ég er laus við hnútinn sem herjar örugglega á flesta í dag; hvernig stendur lánið eða lánin um næstu mánaðarmót? Gjaldeyrislán eða verðtryggðlán - skiptir ekki máli. Ég finn til með fólki sem var að missa vinnuna, sem er með miklar skuldbindingar, barnafólk og með ungling í framhaldi.
Ég er ekki reið lengur, en ég er döpur yfir hvernig er farið með allt saman og hvernig þetta á eftir að fara með fólkið í kringum okkur.
En það er fallegur dagur í dag og ég ætla að njóta hans!
1 ummæli:
Good thinking!
Dagarnir halda áfram að koma og fara þó að allt sé í rassgati í fjármálum landsins.
Og sumir dagarnir eru m.a.s. bara nokkuð fallegir ef vel er að gáð :)
Ég hef áhyggjur af mörgum í kringum mig... en ekki þér, Guðrún. Þú átt eftir að plumma þig no matter what :) Þú ert svoddan hetja!
Skrifa ummæli