þriðjudagur, nóvember 11, 2008

James Bond

EJS bauð starfsfólki sínu í bíó í gær.  Og popp og kók.  Var afskaplega gaman.  James Bond var bara býsna góður.  Sonur fékk Sylvíu og Áslaugu í heimsókn á meðan og miðað við brosið sem náði marga hringi (þakið súkkulaði) þá var hann hinn hamingjusamasti með þetta allt saman. 

Það snjóar á eyrinni í dag.  Og það eru 2 hús komin með jólaseríur í Skógarlundinum (götunni við hliðina á Hjallalundi) Mér fannst það afskaplega notalegt að sjá þetta í myrkrinu í gær.  Enda er þessi stytting á dagsljósinu ekkert að fara neitt afskaplega vel í mig.  Maður fer að lauma upp seríu og seríu svo lítið beri á :o)

 

Engin ummæli: