já samkvæmt vinkonu minni þá er að eiginlega hálfgert mannréttindabrot að Janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Ég var að glugga í gömul blogg hjá mér því mér finnst gaman að sjá hve langt ég er komin.. Hve niðurbrotin ég var fyrir um 2 árum, en hve sterk ég er í dag og hve yndislegt líf mitt er í dag!
Og þar er "miðvikudagur, janúar 31, 2007" :
So true
"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"
þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.
- og vinkona mín kommentar (btw þessi sem bloggar sjaldan):
"Eiginlega er það hálfgert mannréttindabrot að janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Hann ætti bara að vera svona... jah í mesta lagi 16 dagar!"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli