í gær var ég að vesenast með að einu sinni þá var lífið miklu einfaldara. Ég átti mína tölvu, leigði mitt herbergi og spilaði minn tölvuleik og var ekkert að brasa með skóla, barn, peningaáhyggjur, bílamál, íbúðarmál og allt þetta sem herjar á mann í dag ( þe fylgifiskur að verða fullorðin)
En svo þegar sonur var sofnaður þá tók ég fram gamlan leik sem ég hafði keypt rétt eftir að ég byrjaði að spila WoW, og komst greinilega aldrei í að spila hann. Þetta er síðasti leikurinn úr Might and Magic smiðjunni og auðvitað varð ég að eiga hann til að eiga allt safnið (já á alla 10 might and magic leikina… hmm kannski gæti sett eldri leikina í gamla vél og farið að kenna Gabríel…. ok nú er ég komin út fyrir bloggið haha….)
Ég setti hann í og ég hreinlega gleymdi mér, vá hvað ég skemmti mér vel.. og ég upplifði aftur þessa sömu afslöppunar tilfinningu. Nördinn kom aftur upp í mér og ég sat með gleraugun á nefinu og naut mín.
2 ummæli:
Takk fyrir að byrja að blogga aftur - hef saknað þess!! :D
knús og kreistur!
Já það er oft þannig að maður þarf bara aðeins að fá frið og þá kemur þetta aftur, svo hoppar maður út úr þessu og fer inn í raunveruleikann aftur. En þessar stundir sem að þú kemst í friðinn eru nauðsinlegar fyrir þig til að takast á við raunveruleikann.
Skrifa ummæli