föstudagur, september 16, 2011

sumarið mitt...

drowning flower..  by Sólargeislinn
drowning flower.. , a photo by Sólargeislinn on Flickr.

búin að eiga snilldar sumar ! en er bara ekki alveg reiðubúin fyrir veturinn strax. Sonurinn byrjaði í öðrum bekk og er afar sæll með þetta.

Helstu fréttir sumars eru þær að ég keypti íbúðina mína í Hjallalundinum. Stór ákvörðun, en góð. Mikið leið mér vel eftir að ég ákvað að taka stóra skrefið og verða fullorðin. Sá mig heldur ekki vera að fara neitt næstu árin á meðan sonurinn er svona ungur. Honum líður svo vel, ánægður í skólanum, góð regla á helgum með pabba hans og ferðirnar okkar í sveitina. Ég er ánægð í vinnunni, svo hvað annað þarf til ? Kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir.

vona að þið eigið góða helgi sem enn kíkið hér inn reglulega. kannski ég ætti nú að bretta upp ermar og nota þetta blogg mitt aðeins meira ?

1 ummæli:

Anna Geirlaug sagði...

alltaf gaman að sjá að þér líður vel, en þú gleymdir að setja besta kostinn...hvað það er stutt til mín :D