já ég ákvað að setja upp gamla lúkkið aftur. Kunni aldrei við hitt, og ég gruna að fleiri hafa gert svo því innlitum snarfækkaði við það.
Gott veður og vorfílíngur í gangi. Ég fór í klippingu og "litun" sl viku. Það er sossum ekki frásögur færandi nema að klippigellurnar eru að tala um mann sem býr í Jökuldal.
Hann er búinn að vera að stúdera veðurfræði gömludaganna. Þá voru gamlir kallar sem sátu sennilegast í baðstofunum á kvöldi til og spekúleruðu í þessum málum, með hliðsjón til tungla og stjarna. Nema hvað, þessi maður kom með það að í ár yrði mars kaldur, apríl heitur, mai kaldur og sumar kæmi 10. júli. Ok þá höfum við það gott fólk.
Gott veður og vorfílíngur í gangi. Ég fór í klippingu og "litun" sl viku. Það er sossum ekki frásögur færandi nema að klippigellurnar eru að tala um mann sem býr í Jökuldal.
Hann er búinn að vera að stúdera veðurfræði gömludaganna. Þá voru gamlir kallar sem sátu sennilegast í baðstofunum á kvöldi til og spekúleruðu í þessum málum, með hliðsjón til tungla og stjarna. Nema hvað, þessi maður kom með það að í ár yrði mars kaldur, apríl heitur, mai kaldur og sumar kæmi 10. júli. Ok þá höfum við það gott fólk.
4 ummæli:
Er ekki fullseint að fá sumarið 12 JÚlÍ ??? hvað ætli veðurklúbburinn á Dalbæ segi um þetta???
Styð að fá gamla lúkkið aftur - þetta virkar einhvern veginn betur :)
nei 10. júní - munar alveg um 2 daga skal ég þér segja :o)
Já Jökuldælingar eru snillingar...þó að það mætti koma sumar bara núna....það er of seint að veturinn byrji í lok mars... Hvernig klipptirðu þig annars? nei bara forvitin
Sátt við gamla lúkkið aftur... hitt var ekki nógu "blogg-legt" þó flott væri :)
Ég lýsi vantrausti á þennan veðurspámann!
Knús frá Reykjavík
Skrifa ummæli