Ég vaknaði í morgun, reyndi eftir fremsta megni að segja sjálfri mér að dagurinn í dag yrði góður dagur, þrátt fyrir svefnlitla nótt, grenjandi rigningu og yfirvofandi blankheit. Gabríel er eitthvað rosalega pirraður, sennilegast illt í gómnum, jafnvel mallanum, með hita. Gallinn er sá að hann getur ekki sagt mér hvar hann finnur til, ég reyni að gera lífið hans bærilegra, en samt er ég ekki að ná að hitta á réttan stað. Endanum lagði ég hann í rúmið aftur og hann sofnaði, aðeins klukkutíma eftir að hann vaknaði. Enda kannski svaf hann álíka lítið og ég í nótt þar sem hann var ástæðan mín fyrir vöku.
Er í vinnunni. Ekkert að gera. Rigning, og skap í fólki eftir því. Kannski virkar hluturinn ekki og þá kemur upp pirringur, og rigningin og rokið hjálpa ekki til. Ég er að reyna að halda sönsum, en eins og sjá má mynd þá er mitt útsýni ekki upp á marga.....
Er í vinnunni. Ekkert að gera. Rigning, og skap í fólki eftir því. Kannski virkar hluturinn ekki og þá kemur upp pirringur, og rigningin og rokið hjálpa ekki til. Ég er að reyna að halda sönsum, en eins og sjá má mynd þá er mitt útsýni ekki upp á marga.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli