Í gærkveldi gerðust þau stórmerki að ég sofnaði við tölvuna mína. Já, ég sofnaði framan á lyklaborðið, í miðjum leik, WoW, á teamspeak með yfir 20 manns spjallandi í eyrun á mér, og plottandi hvernig væri best að ná Hakkar í ZG niður einungis með einum warrior.
Já þessi ælupest sonarins er farin að taka sinn toll á okkur. Ekki heill nætursvefn í heila viku, 4-6 þvottavélar á dag af gubbudóti, grátur og gnístandi tennur. Og að horfa á soninn missa undirhökuna, bollukinnarnar og bumbuna. Hann er alltaf jafn sætur, en halló - ekki allt á einni viku commmonnn!!
En þetta er held ég bara að verða búið, hann svaf í alla nótt - já ó já það var svo gott að vakna í morgun....
Svo erum við með breyttan opnunar tíma - frá 09:00-16:00 og lokað á laugardögum - þetta er semst sumaropnunnartíminn ég er rosa ánægð!!
Já þessi ælupest sonarins er farin að taka sinn toll á okkur. Ekki heill nætursvefn í heila viku, 4-6 þvottavélar á dag af gubbudóti, grátur og gnístandi tennur. Og að horfa á soninn missa undirhökuna, bollukinnarnar og bumbuna. Hann er alltaf jafn sætur, en halló - ekki allt á einni viku commmonnn!!
En þetta er held ég bara að verða búið, hann svaf í alla nótt - já ó já það var svo gott að vakna í morgun....
Svo erum við með breyttan opnunar tíma - frá 09:00-16:00 og lokað á laugardögum - þetta er semst sumaropnunnartíminn ég er rosa ánægð!!
2 ummæli:
Híhí... ég hef líka sofnað við mína tölvu... en reyndar ekki í miðjum tölvuleik.
Vonandi fer Gabríel litli að hressast. Gefðu honum knús á bollukinnina (þó hún hafi minnkað aðeins) frá okkur mæðginum í Reykjavík :)
Skrifa ummæli