miðvikudagur, júní 07, 2006

Döpur í hjarta


Á sunnudaginn kom dagurinn sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma, og alltaf vitað að kæmi að honum, bara vissi ekki hvaða dag þetta myndi gerast. En á sunnudaginn varð ég að láta hundinn minn fara. Sambúðin var hreinlega ekki að ganga upp. Ætla ekkert að fara að útlista af hverju, bara að hún fór út á Vattarnes go er núna hálsólarlaus sveitahundur. Kannski henni líði bara jafnvel betur þar. Vona það.
Allavega þá sakna ég hennar ofboðslega og sl dagar hafa verið mér mjög erfiðir.

Elsku Anna og Ragga, til hamingju með afmælin ykkar núna 4 og 5 júni. Ég gleymdi ykkur ekki, ég var bara ekki í gír til að bjalla í ykkur því þið hefðuð bara heyrt "sobs" í símann.
Innilega til hamingju með afmælin elskurnar mínar!!

2 ummæli:

J?hanna sagði...

Leitt að heyra, dúllan mín :(

En hvaða hundur vill ekki vera hálsólarlaus sveitahundur? She's now living the dog dream :)

Huggaðu þig við það elskan.

Stórt knús að sunnan

Nafnlaus sagði...

Hæ esskan...sorry með Kíötru en hún hefur það örugglega gott í sveitasælunni....Vissi allan tíman að þú hefðir ekki gleymt ammælinu mínu. Takk fyrir afmæliskveðjuna. Heyri í þér seinna