föstudagur, október 27, 2006

Föstudagur

13:07

Rólgegt rólegt rólegt... föstudagur og ekkert um að vera. Sá sem ég vinn eða á að vinna mest fyrir lætur mig ekki fá nein verkefni, svo þegar ekkert er frá innkaupadeildinni þá hef ég ekkert að gera. Var að skoða jólatöfluna, og hef ákveðið að taka frí milli jóla og nýárs. Yfirmaðurinn verður í Ástralíu, svo það verður frekar lítið ef eitthvað fyrir mig að gera..

Og hvar er allt fólkið á msn... að vinna??? Össsss

13:41

Og tíminn líður ekki baun.. fæ ekki einu sinni meil..

14:17

Og tíminn stendur í stað. Var að útbúa “my personal safety plan” sem allir verða að gera og hafa nálægt vinnustöð sinni:

I will be committed to put safety as a priority,

I will not set a bad example for my co-workers ,

I will always think before I take an action and make sure I won’t put my own safety or others at risk,

I will respect speed limit and comply to all local traffic rules,

I will keep my desk organized as well my whole work environment,

I will deliver my best in order to fulfill the expectations of my position.

Þannig lítur það út…. Með dúllum og myndum og þessháttar sem ekki sést hér... Annars sit ég hérna og hugsa um nýja bílinn minn sem kemur með skipi næstu viku. Búin að hugsa allan skalann um hann, og er full tilhlökkunar um að fá þennan grip minn, er næstum búin að finna nafn á bílinn... Auglýsingin um jeppann á skipinu er búin að fljóta nokkrum sinnum í gegnum hugann, og ég hugsa bara “gvööð skildi bíllinn vera ein sjávarselta þegar hann kemur” en auddað ekki ... döööhhhh mar.

Fór á rúntinn í gær, tók bílinn hans Hjölla og fór á rúntinn, hækkaði í hátölurum og hafði það næs.. skildi vera kúl græjur í bílnum sem leyfa mér að hækka?? Já !! það eru það!!!

15:55

Jæja þá fer þetta að styttast. Og enn ekkert að gera. Samt einhvern veginn búin að vera að dunda, lengja verkefnin um helming.. er bara ekki vön að vinna svona hægt. Maðurinn minn þessi elska búinn að vera svooo duglegur í þessari viku, búinn að flísaleggja þvottahúsið okkar! Mega magnað skal ég segja ykkur! Og svo keypti þessi elska mp3 spilara handa mér, þar sem ég má ekki “streama” útvarpið og má helst ekki adda tónlist á vélina hérna. Málið er að þó ég mætti stríma og adda tónlist þá er ég bara ekki viss um að þessi vélarelska myndi ráða við það...

Leikskólar... já ég er búin að fylgjast með 2 sona móður í Reykjavíkinni fara ílla úr þeim málunum. Hélt að það myndi ekki vera svona úti á landi.. Það var þá blekkinging.. Núna þegar ég er í vinnu þá vil ég hafa málin þannig að ég geti sótt son minn á réttum tíma. Fékk td að breyta vinnutímanum svo ég geti farið með hann og sótt hann – nema þá þarf Gabríel að vera skráður frá kl 07:45 til 17:15 á leikskólaum, ég er alltaf 20 mín að keyra á milli. Nema hvað, við fyllum út svona tímabreytingamiða, og ekkert mál fyrr en leikskólastýran ullar því út úr sér að þetta taki ekki breytingum fyrr en 1. des...!!! ég hélt mér hefði misheyrst .. nei – 1. des er það heillin – þar sem við breyttum ekki fyrir 20 þessa mánaðar!!! Omg – heill mánuður í breytingu!!! Hvað er málið???

Engin ummæli: