þriðjudagur, október 31, 2006

Happy Halloween

12:42
Það er svo rólegt eitthvað á skrifstofunni, matartíminn kannski veit ekki. Sá til sólar áðan, og var brutally minnt á það að fljótlega þá fæ ég ekki að sjá hana fyrr en aftur í janúar að mig minnir. En hún felur sig á bakvið fjöllin á þessum dimmasta tíma ársins...

Húsasmiðjan á sennilegast til kaffikönnu handa mér en minn heittelskaði sonur braut glerkönnuna um helgina og ekki er hægt að hella upp á kaffi. Sem betur fer drekk ég frekar cappuccino svo ég er ekki í bráðri koffeinleysishættu.

13:00

Og þá er friðurinn úti.. um leið og fólk var búið í mat, hefði actually verið næs að hafa svona kyrrð...

13:37

Mikið svakalega hlakka ég til að fá bílinn – þá get ég td stungið af í hád go komist út aðeins frá vinnunni, brotið upp daginn, er núna td með hausverk af súrefnisskorti, og búin að sitja á sama stað síðan kl 08:17 í morgun... fyrir utan nokkrar klósettferðir og teferðir

Happy Halloween!!!

Engin ummæli: