mánudagur, nóvember 13, 2006

mánudagur til myglu

“Viðvörun: Búist er við stormi” er ég orðin leið á þessum orðum... þokkalega. Eina sem maður hefur heyrt í 3 daga .. “veðurhorfur næstu daga, viðvörun búist er við stormi.....” Og svo brestur allt á, húsið mitt færist til um 5 cm í hverri hviðu, ég fljótlega get sagst eiga heima á Hamarsgötu í stað Skólavegs, (Hamarsgatan er gatan fyrir neðan mig) Og oft um helgina var ég viss um að ég og mínir myndu enda úti á firði. Mér leiðist vetur. Snjór og allt sem honum fylgir. Kuldi, gustur og bleyta. Klakabrynjur og hor.

Mánudags myglan alveg að drepa mig. Kannski væri ekki svo slæmt ef maður hefði eitthvað að gera til að láta daginn líða – bara smá hraðar.

1 ummæli:

J?hanna sagði...

Hmmm, hvað þarf þá marga storma til að færa þig alla leið til Reykjavíkur? :D