“Viðvörun: Búist er við stormi” er ég orðin leið á þessum orðum... þokkalega. Eina sem maður hefur heyrt í 3 daga .. “veðurhorfur næstu daga, viðvörun búist er við stormi.....” Og svo brestur allt á, húsið mitt færist til um 5 cm í hverri hviðu, ég fljótlega get sagst eiga heima á Hamarsgötu í stað Skólavegs, (Hamarsgatan er gatan fyrir neðan mig) Og oft um helgina var ég viss um að ég og mínir myndu enda úti á firði. Mér leiðist vetur. Snjór og allt sem honum fylgir. Kuldi, gustur og bleyta. Klakabrynjur og hor.
1 ummæli:
Hmmm, hvað þarf þá marga storma til að færa þig alla leið til Reykjavíkur? :D
Skrifa ummæli