miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Vikan hálfnuð...

Ok.. núna er ég með þennan þráláta hausverk aftur. Byrjaði næstum því samdægurs þegar ég byrjaði að vinna hérna aftur. Síðast þá var ég alltaf með hausverk, byrjaði á nuddi og bla bla en svo hætti ég og fór að vinna hjá Netx og hausverkurinn hætti. Núna bryð ég ibufen aftur. Ég veit hreinlega ekki hvað veldur. Vinnustaðan er rétt, góður stóll, borð í réttri hæð, og ég sit rétt. Ég stend upp og labba um, kannski ekki nógu mikið, en samt næ mér í kaffi, te eða kók með reglulegu millibili. Fæ mér pásu með Moniku og fæ mér ferskt loft (passa mig að standa ekki í reyknum) og þar sem ég þarf að fara reglulega með skjöl yfir í aðrar byggingar þá tek ég mér tíma og staldra við í góða loftinu úti, eða spjalla við fólk á leiðinni, ég semst sit ekki hreyfingarlaus frá 8 til 5. Auk þess sem ég man ekki eftir því að vera með hausverk á kvöldin þegar ég er komin heim, eða á leiðinni heim.. svo hvað veldur??

Engin ummæli: