mánudagur, desember 18, 2006

I'm fine...

hæ hó.
Þá erum við Gabríel búin að koma okkur vel fyrir hérna á eyrinni. Meira að segja fundum róló í morgun sem voru börn og dagmömmur að leik, he he þá fær hann smá útrás fyrir hve leiður hann er orðinn á að hanga alltaf bara með mér. Hann td lét mig alveg heyra það inni á Glerártorgi áðan og símabúðinni í göngugötunni. Nota bene hann er með fín lungu sá stutti.
Ég fæ vonandi að vita síðar í dag um hvenær hann fær inn í leikskóla. Annars var helgin fín. Við skruppum í Mývó (kúl að "skreppa" í Mývó) og gerðum laufabrauð. Það hafði verið á áætlun sl helgi, en þar sem hún fór í flutninga þá frestaðist það. Var rosalega gaman. Gabríel fór í fjárhús í fyrsta skipti og var ekkert smeykur við þær ferfættu.
Annars er ég ok bara. Koma stundir sem mér finnst allt ómögulegt, ömurlegt og ekkert hafi neinn tilgang og hversu ömurleg ég skuli vera þar sem auminginn hefur ekki einu sinni hringt eða látið í sér heyra í 3 vikur!! En svo hugsa ég um alka hliðina og hristi þetta af mér, þakka Guði fyrir að vera laus og þurfa ekki að hafa áhyggjur, og þakka fyrir að eiga svona marga og góða að sem eru alltaf reiðubúnir til að aðstoða, og vil ég hér með þakka fyrir yndislega aðstoð sem ég hef fengið.

Knús og kossar

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Guðrún mín! Datt hérna inn fyrir nokkrum dögum og var ekki lengi að fatta að ég var að lesa um þig! En hvað heimurinn er lítill! Sé að það hefur margt skeð hjá þér síðustu vikur og vil bara óska þér góðs gengis og vona að þín bíði spennandi líf á Akureyri. Verðum í bandi, kveðja Valdís

J?hanna sagði...

Til lukku með flutningana :)

Það er svo sannarlega ekkert óeðlilegt við að þér líði illa af og til. Þetta er lágkúrulegasta leið til að enda samband EVER. Ennn... það er ekkert sem þér viðkemur, heldur honum og þú veist það alltaf innst inni er það ekki? :)

Hafiði það gott og njóttu þess að knúsa Gabríel og koma þér fyrir.

Ástarkveðjur að sunnan..

Guðrún K. sagði...

hmm even more lame than post-it...

Dóa sagði...

Já - svo sannarlega even more lame than post-it!! En eins og klisjan segir þá opnast einar dyr þegar aðrar lokast.. verst við klisjurnar að þær eru einmitt klisjur vegna þess að það er eitthvað til í þeim!!

Hlakka til að hitta þig á fimmtudaginn, þá færðu stórt knús!!

kv Dóa

Inga Hrund sagði...

Gangi þér vel að vera sterk Guðrún.

Nafnlaus sagði...

Esskan...
Þetta er hans mál ekki þitt...það er hann sem er veikur en ekki þú.
En hjartanlega til hamingju með íbúðina ykkar Gabríels. Þú ert sterk kona eins og ég hef sagt og er örugglega eins og ónít LP-plata en þá það...þú ert sterk...
Kjær kveðja
Anna Geirlaug