fimmtudagur, desember 07, 2006

Síðasta kvöldið...

Þá er það runnið upp, síðasta kvöldið hér í Sunnuhvoli. Og líðanin eftir því. Fegin að hafa tekið þessa ákvörðun, hlakka til að takast á við nýtt líf á nýjum stað. En mér þykir mikið vænt um þetta 103 ára gamla hús, og er döpur yfir hvernig þetta fór. Fyrir viku síðan þá var ég bara í tölvunni, áður en ég fattaði hvað var í gangi, grunlaus og áhyggjulaus.
Ég er enn að átta mig á þessu - hvernig nokkur getur verið svona kaldrifjuð, undirförul og svikul gunga, að þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann og taka ábyrgð á hlutunum, heldur laumast í burtu með skottið á milli lappana.
Nei ég hef ekki heyrt í honum enn og raun bara fegin. Hann lokaði sinni síðustu hurð í þessu sambandi sl fimmtudag.

2 ummæli:

J?hanna sagði...

Gangi þér vel að flytja, dúllan mín.

Þegar ein hurð lokast þá opnast önnur og ég er sannfærð að í þessu tilfelli er nýja hurðin þín leiðin að einhverju betra og meira spennandi.

Þú og Gabríel eigið allt það besta skilið og síst af öllu svona framkomu.

Blessi ykkur bæði tvö.

þúsund knús og kossar!

Nafnlaus sagði...

Við höfum fulla trú á þér esskan.
Hlakka ekkert smá til að hitta þig í nýju íbúðinni þinni þegar að ég kem um jólin.
Ég veit að þú ert skerk kona sem getur staðið í þessu án þess að bugast. Held kannski að þú sért sú eina í vinahópnum sem gætir þetta.