fimmtudagur, mars 08, 2007

Ný helgi framundan

já - ég var svo lasin alveg fram á þriðjudag - þá vogaði ég mér út fyrir hússins dyr og í vinnu. Nema sonur var orðinn frískur og var afar hress um helgina ! Mamma og pabbi lágu hinsvegar eftir að við fórum.
Já lífið heldur áfram sinn vanagang hjá okkur mæðginum. Okkur líður vel, gaman í vinnu, gaman á leikskólanum, og svei mér þá en ég átti fyrir öllum reikn um mánaðarmótin (sleppum að ræða afganginn sem var heldur lítill)
En ég er að skipuleggja mig og mitt líf upp á nýtt. Guð má vita hvar ég kem karlmönnum fyrir -en ekki alveg í náinni framtíð - sorry Jóhanna en ég er ekki á leiðinni að verða skotin strax (hleyp enn hratt úr sundi þegar ég sé helgarpabbana mæta) Pússluspilið býður bara ekki uppá það í augnablikinu. Þó gaman væri að hafa bíóbuddy á svæðinu.
Snjórinn er farinn - vonandi kemur hann ekki aftur. Bjart þegar ég er búin að vinna og ég fíla það. Barnapían mín er bara yndisleg, og Gabríel er svo sáttur og kátur, ég er svo heppin með hann, ég þakka fyrir hann á hverjum degi. Knús!

Engin ummæli: