Vá - allt í einu kominn fimmtudagur ... aftur! Vikan að verða búin aftur.. Ekki mikið búið að gerast. Fór á danssýningu hjá syni mínum, sem var svo ekki mikil sýning þar sem fætur sonarins hættu að virka og vildi bara vera í fangi mömmu. En þetta var rosa gaman, sá vini hans, og fóstrur. Fengum veitingar sem börnin höfðu sjálf bakað og sonur minn var afar montinn af möffinsunum sem hann hafði átt þátt í að baka.
Þetta eru sonur minn (lengst til hægri) og félagar hans á Undralandi, Flúðum. Þess má geta að þeir eru allir 7-9 mánuðum eldri en hann.Annars er allt ágætis að frétta. Maður er dálítið þreyttur. Er mikið að fara skalann, upp og niður í skapinu, þar sem allt er að settlast og hin nýju daglegu vandamál eru að líta dagsins ljós. Og líka þar sem allt er að komast í fastar skorður hef ég meiri tíma til að hugsa, og þar sem ég hef ekki fellt eitt tár almennilega yfir því sem gerðist, finn ég núna fyrir að ég er viðkvæm, má við litlu. En ég samt næ að hrista það af mér og halda áfram :) Aðallega er ég fegin yfir öllu, en svo blossar upp reiðin.
Núna er maður farinn að hugsa um sumarið, og hvað maður eigi nú að gera af sér í þeim málum :) Einhverjar hugmyndir?
1 ummæli:
Takk fyrir kveðjuna í gær Guðrún mín :)
Skrifa ummæli