fimmtudagur, maí 31, 2007

Dilemma

Skóli eða vinna? Eins og mörg ykkar vita þá hef ég hug á að fara í skóla. Henti inn umsókn í gær, og reyndi að segja upp vinnu í gær líka en það gekk ekki eins vel og stend ég nú á krossgötum og veit barasta ekkert í minn haus.
Svo virðist sem ég sé hinn frábæri starfskraftur og yrði missir ef ég færi. Hann bauð mér ágætis kjör - en ekki alveg það sem ég vil. Ég vil hætta 5 á daginn. Ef ég get hætt 5 á daginn, þá fresta ég námi í ár. - ég er lost... any ideas???

1 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Það er naumast hvað þú ert ómissandi :) Hann verður bara að ráða eitthvað skólafólk til að vera þarna milli 17-18 svo þú komist heim!