mánudagur, maí 14, 2007

Gabríel lasin


hæ .. hvað segist? Bara allt gott héðan, nóg að gera, Gabríel lasin sl viku og er hjá mömmu og pabba núna þar sem hann var ekki búinn að losna við hitann sem hann fékk, eftir að hann losnaði við vírusinn úr augunum. Þannig ég var heima 2 daga sl viku með honum. Svo föstudag keyrði ég hann uppeftir. Sú ferð var heldur viðburðarrík fyrir það fyrsta að það snjóaði á leiðinni - commonnn - það er kominn Maí!!! Og svo dó kúplingin á leiðinni - að sjálfsögðu á eina blettinum í Reykjadal sem síminn dettur út - upp brekkuna úr dalnum (já rétt hjá Önnukoti) Með lasið barn, mátti ég bíða í bílnum eftir að kæmi bíll svo ég gæti fengið far inná Lauga til að bíða þar og komast í símasamband. En það reddaðist allt saman - og við fundum kubba í Sparisjóðnum okkar.

Annars var helgin viðburðarlítil. Las eina bók, lék við Gabríel, horfði á Formúlu, Júróvision, bölvaði Rúv fyrir að taka okkur í rassagatið smjörlíkislaust og geta svo ekki drullast til að sýna úrslitin frá Júróvision - commonon það voru fokkins 5 mín eftir!!! Ég hef ekki horft á Rúv í laaaangan tíma - svo horfi ég þarna - nú fá eitthvað fyrir þessa himinháu reikn sem maður fær heim, og þeir klúðra því.

Svo kom ég heim í gær - litli garmurinn minn hjá mömmu og pabba og ég veit að það fer ekki ílla um hann.

Engin ummæli: