föstudagur, október 26, 2007

Búdapest.


Jæja er ekki kominn tími á smá blogg. Ég er ekki að ná að finna tíma til að setjast niður segja frá. En ferðin gekk vel í alla staði.

Fengum reyndar sms og hringingar og tölvupósta frá strákunum þess eðlis að það hafi ekki verið selt áfengi um borð í vélinni sem flaug út á fimmtudaginn (fyrra hollið) og við skildum endilega birgja okkur upp af áfengi og bjór fyrir þetta 4 tíma flug. Auk þess sem það væri matur, en ekki bara samlokur eins og áður hafði komið fram í undirbúningi ferðarinnar.

Nú við eins og sannir íslendingar birgðum okkur upp af bjór og rauðu. Nú er leið á ferðina voru EJS'ingar orðnir frekar málglaðir og hressir. Okkur Írisi þótti nú heldur slæmt að drekka rautt af stútt svo við báðum um glas.. nú hin breska flugfreyja brást heldur íll við og sagði að það væri hægt að handtaka okkur fyrir að drekka um borð í vélinni.. Við Íris urðum heldur hvumsa og reyndum að skýra mál okkar.. sú breska var rokin, í fússi, pirruð og farin að langa til að komast heim.

Síðar í fluginu þá kemur í hátalaranum "I don't know where you got the information that we didn't serve alcohol on board this aircraft but I assure you we got plenty, and you are not allowed to drink your own, that could lead to your arrest"

Það sprakk allt úr hlátri..

Bjarni sölustjóri tók þann pólinn að ef einhver ætti að verða handtekinn þá yrði það hann fyrir hönd starfsmanna EJS - mjög göfugmannlegt af honum.

Nú er við komum út, hress og fersk þá biðu Akureyringarnir eftir okkur hinum norðanfólkinu á hótelinu okkar. Þau voru orðin syngjandi full í orðsins fyllstu enda stóðu í kringum píanóið í lobbýinu og sungu íslensk drykkjulög og ýmis Sálarlög..

Var haldið á írskan pöbb í framhaldi af því - geggjað gaman og þokkalega tekið á því!!

Árshátíðin var STÓRKOSTLEG! Ekkert annað hægt að segja. Haldin í sögulegu húsi við Hetjutorgið og var stórglæsileg. Ungverjarnir héldu okkur þessa þvílíku veislu. Allt var frábært í alla staði. Flugeldasýning, frábær matur, lifandi tónlist, bæði við borðhald og dans á eftir.

Búdapest er frábær borg. Margt svo gamalt og borgin falleg. Gengum um gamla bæinn, göngugötuna, niður að Dóná bæði sunnudaginn og mánudaginn. Rosalega fallegt útsýni og falleg borg!
Tók nokkuð af myndum, setti þær inn á flickr síðuna mína.

Engin ummæli: