föstudagur, nóvember 23, 2007

Finally friday.... :)

ekki misskilja mig - ég elska vinnuna mína og mér finnst ógurlega gaman að mæta og hlakka til að mæta. Fólkið skemmtilegt, vinnan krefjandi og skemmtileg. En það er bara svo gott þegar föstudagarnir koma og helgin er framundan. Þegar föstudagur rennur upp þá erum við sonur orðin frekar þreytt. Hann td lognast út af um hálf átta á fimmtudagskvöldum, og við sofum til að verða átta... Og á morgun mun hann taka sinn 4 tíma svefn eftir hád.

Sonur minn er farinn að segja sögur. Fékk sönnun á því í morgun þegar ég heyrði hann segja "sögu" - þá hafði bíllinn okkar bilað aftur. En það er ekkert satt. Ég fæ svoleiðis sögurnar á kvöldin. Eg spyr hann alltaf í kvöldmatnum hvað hann hafi svo gert í skólanum, og við spjöllum saman. Og oftar en ekki fæ ég fullt af action frá honum. Enda er litli maðurinn farinn að vera vel að sér í talandanum.

Helgin verður róleg. Kannski fæ ég Sylvíu og vinkonu hennar í pizzu í kvöld. Annars er ekkert planað. Hugsa við verðum heima - nema við fáum okkur rúnt á morgun. Mig langar til að sofa í svona ca 20 tíma straight.. kannski ég nappi líka á morgun með syninum :)

Engin ummæli: