já það er bara best að gera það. Þýðir nokkuð annað. Jú maður getur verið svo helvíti heimskur stundum, eða kannski bara of mikið að gera og of mikið álag til að maður hafi yfirsýn á allt. Allavega þá er ég í smá veseni með fyrrverandi leigusala. Veit ekki hvernig það fer, en vonandi á besta veg, svo allir megi sáttir una og geymt með hinu liðna.
SL helgi var hreint út sagt snilld. Fór á tónleika með Ljótu Hálfvitunum. Við Íris sem vinnur með mér skomberuðum niðureftir, og ætluðum nú að vera dulegar og fá okkur eina til tvær kollur, ekkert meir. Talning daginn eftir... En nei.. spakur maður sagði eitt sinn að bestu fylleríin væru þau óvæntu og óplönuðu. Ég er alveg sammála honum í því. Allavega hafði ég ekki sofið mikið þegar ég hringdi á taxa kl 8 laugardagsmorgun til að fara í vinnu og telja búðina mína.
þá um daginn var mikið um skipuleggingar því um kvölidð var haldið á Grímuball hjá Skvísunum. Skvísurnar eru grúbba af dagmömmum sem halda grímuball fyrir vini og vandamenn árlega. Ein þeirra er gift ejsingi og hann er alltaf svo umhugað um singleness okkar Írisar að hann heimtaði að við kæmum með og auðvitað viljum við ekki valda manninum vonbrigðum. Enda eru þau hjónin með eindæmum hress og skemmtileg. Gunni hafði keypt fyrir mig bleika vænig og fiðrildaspöng. Íris fór sem Ali G inda House. Við vorum flottar!
En samt ekkert gert af sér það kvöldið ;)
Svo tók súbbinn minn upp á því að deyja, ónýtur startari. Neitaði að fara í gang í gærmorgun. Fékk Sigga tæknimann með mér í lið að draga hann í gang í gær eftir vinnu og brenndum við Gabríel í sveitina. Mamma lánaði mér sinn bíl á meðan.
Takk elsku mamma, og takk elsku pabbi!!
1 ummæli:
Eitthvað komið á hreint með leigusalann??
Knús og kossar úr Rvk.
Skrifa ummæli