og þá er maður kominn heim og með allt dótið -gjafirnar og sparigallann. Mikið afskaplega var gott að koma heim í gær. Eftir yndisleg jól og áramót. Við sonur hentum af okkur útifatnaði og sturtuðum úr pokunum hans og settum upp rennibrautina hans, raðaði aðeins upp í herberginu hans svo betur færi um hann og svo lékum við okkur. Hann lék sér til að verða 9 - enda komum við heim um átta í gær. Gat bara ekki haft þessa stund af honum, hann naut sín svo við að leika sér í sínu herbergi og heyrðist alltaf reglulega "svo gott að vera heima"
Já jólin voru góð - viðburðarlítil róleg og góð. Kíkti í Fellshlíð, þar voru komnar úr Danaveldi Elva Björk og úr Amsterdam Dóa mín. Anna og Hermann alltaf jafn hress og Todda kíkti í smá staup :)
Áttum við frábært kvöld - takk kærlega fyrir mig krúttin mín!!!
~ myndir úr Fellshlíð eingöngu fáanlegar á cd eða pósti... þær eru ekki flickr hæfar ~
Engin ummæli:
Skrifa ummæli