og það er strax kominn miðvikudagur. Kalt úti, en gaman að það sé enn bjart þegar ég sæki soninn á leikskólann kl fimm - í fyrra þá var ég alltaf að vinna til 6 og man að það var langt liðið á árið þegar það var enn bjart þegar ég var búin að vinna! Er bara að fíla þetta!!
En sl helgi var snilld. Ég ákvað að skella mér semst á þorrablót með minni kæru systur, hennar manni og dóttur. Vorum við í samfloti með fjölskyldu hans sem er alveg hreint yndisleg. Og það var svo gaman, góð skemmtiatriði og tala nú ekki um hljómsveitina þar sem enn EJSíngur er að spila. Pabb fékk sitt af skotum, sóknarprestur kom fram í ballerínupilsi og þorramaturinn var að sjálfsögðu ekki af verri endanum. Og var honum samviskusamlega skolað niður með rauðu og bjór. Knúsaði marga og þar á meðal Fellshlíðarbúana sem létu sig ekki vanta!
En ég var samt róleg þar sem ég var að vinna daginn eftir. Og bað mág minn sem drekkur ekki að skutla mér heim um eitt. Var sofnuð fyrir tvö!
Við sonur inneftir og var hann hjá pabba sínum sem gekk held ég bara ágætlega, allavega var sonur minn ánægður, þreyttur með stuttan kveikjuþráð, en ánægður engu að síður, og þá er ég sátt.
Sunnudagur var til leti.
Mánudagur, kvef.. fór ekki í sund.
Þriðjudagur kaldur, aðeins meira kvef... fór heldur ekki í morgunsundið, Gabríel fór til Sylvíu í pass, hann er bara að fíla að vera uppi á vist í passi hjá stelpunum!
Miðvikudagur, kalt kalt, röddin asnaleg, kvef, hor... fór heldur ekki í sund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli