jámm þetta er stutt en svo óendanlega löng vika. Það er bara fimmtudagur ennþá og mér finnst þetta vera búið að vera lengi að líða.
Við sonur áttum góðan dag siðasta daginn í sumarfríi. Við stilltum klukkur á sjö til að koma okkur aðeins á rétt ról, dóluðum heima, lékum okkur í kubbum, íbúðin undirlögð af dóti þar sem hann varð að finna hvernn einn og einasta bíl.
Við bökuðum kanilsnúða - það var hrikalega gaman. Hann fékk að dreifa sykrinum á og skera í snúða og þeir eru svo flottir hjá honum!! við vorum sammála um að við vildum hafa þá í miðlungstærð og mjúka - og þannig urðu þeir. Varð heldur mikið svo ég mætti í vinnu með box fullt af ilmandi mjúkum kanilsnúðum og voru þeir etnir upp til agna með lofi. Gaman að þessu :)
Næsta helgi er síðasta helgin sem lokað er á laugardegi. Og er þetta pabba helgi svo ég verð ein heima. Helgina eftir það hefst opnun og verður alltaf opið á laugardögum í vetur eins og sl vetur. Og í næstu viku verður opið til 18:00 aftur og verður það með sama hætti og í sl vetur. En í ár verður breyting hjá okkur þar sem pabbi hans og Hulda ætla að sækja hann 2x í skólann í viku þá daga sem ég er að vinna til 18:00. Þetta gerir það að verkum að ég þarf ekki að finna manneskju til að sækja hann fyrir mig. Þórey er yndisleg og Gabríel líkaði vel við hana en nú er hún á 3 ári í MA og það verður alveg nóg að gera hjá henni blessaðri. Við gerðum þetta svona síðustu vikurnar fyrir sumarfrí og virkaði fínt :)
Jamm ég skoða reglulega myndirnar að utan og brosi. Er búin að finna myndir sem ég ætla að prenta út í A4 ljósmyndagæðum og setja í rama og uppá vegg. Trúið mér kodak mómentin voru þokkalega nokkur í Hollandi.
Hvað skal gera næstu helgi er óvitað, en það verður eitthvað skemmtilegt þar sem það er svo gaman að vera til!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli