jámm við sonur erum bara kát. Áttum góða helgi, naut hennar í botn með syninum. Var strembin síðasta vika, og hann var ekki sáttur með þetta allt saman. Kom með mótþróa á mig. Honum finnst mjög gaman hjá pabba sínum, en hann er vanafastur, og 3 dagar í röð var ekki alveg samkvæmt hans uppskrift.
En ég sótti hann snemma á föstudag og við áttum æðislega helgi í sveitinni sem endaði með bíóferð á sunnudag. Og ég á svo yndislegan son sem er svo þægur og duglegur. Hann var til fyrirmyndar í bíó. Fékk sitt popp og kók. Fékk að velja sér smá nammi. Sat síðan límdur við myndina, svo sæll með þetta allt!
Og hann fór einmitt til tannlæknis í morgun. Skrifa vel um það á síðunni hans, nenni ekki að fara að skrifa það aftur hérna :o)
Annars já er ég bara sátt. Ég finn ekki fyrir þessum fjármálaveseni sem er að herja á allt. Nema það er allt ógisslega dýrt núna. Þakka fyrir hve sonur minn er duglegur að borða og er ekki matvandur. Bónus selur ódýra lifur og hjörtu, sem okkur þykir mjög góður matur - skemmir ekki að bera fram með sultu og sósu :o) Og svo hendi ég bara í skinkuostahorn og brauðbollur :o)
Þakka líka fyrir að vera á leigumarkaðinum, og vera eignalaus og skuldlaus. Hugsa rosalega mikið til þeirra sem eru erlendis í námi. Og hugsa alltaf "hjúkk besta vinkona mín er með aukavinnu sem reddar örugglega einhverju hjá henni svo hún sveltur ekki"
Jamm semst allt gott að frétta af okkur syninum :o)
3 ummæli:
Tjáhh, ég er nú ekki á vonarvöl, þrátt fyrir að vera stúdent erlendis - enda hægt að kaupa einstaklega ódýrar núðlur hérna rétt hjá mér..
.. og þegar maður er vanur að vera mjög nægjusamur þá er ég nú ekki að kvarta!! :)
Knús!
Gott að heyra í þér, ég er búin að sakna bloggsins þíns.
Gangi þér vel í öllu og öllu :)
Kveðja
Solla
rosalega ertu mikil fyrirmindar húsmóðir Guðrún mín, eldar lifur og hjörtu og bakar skinkuhorn og brauðbollur .. :) bestu kveðjur norður...
Skrifa ummæli