og drengurinn minn er að hvíla sig. Við erum heima því hann var lasinn um helgina og ég ákvað að taka enga sénsa í dag. Mældi hita í honum í gær og hann kvartaði um í eyrum. Og hann er með mega framleiðslu af hori. En hann er hress í dag. það eru allavega miklar líkur á að hann fari í skólann á morgun.
Hann fór í sveitina um helgina. Pabbahelgin varð ekki, kom svolítið uppá, og pabbi minn brunaði bara í bæinn og sótti minn litla mann. Mikið er gott að eiga góða að þegar upp kemur svona skyndilega hlutir sem maður getur ekki ráðið við. Mikið var minn litli maður kátur þegar afi hans kom og sótti hann. Og vildi strax fara heim til ömmu. Hvernig málin þróast svo héðanaf verður bara að koma í ljós.
Ég vann minn sennilegast síðasta laugardag. Nýjan vinnan mín hjá Orkusölunni er 9-5 eða 8-4 vinna (ekki alveg ákveðið enn) og engin helgarvinna. Orkusalan er að opna skrifstofu hérna á Akureyri. Það verður gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þarf ekki að fara á bætur, þarf ekki að leita meira.
En allavega. Kláraði jólagjafainnkaup og kortaskrif um helgina. Næst er að pakka inn og senda það sem senda þarf :o)
Jóladúkar, jólasveinar, kerti og jólagardínur eru komnar upp. Jólaseríur tínast upp hver af fætur annarri, á bara eftir 2 glugga sem eiga að fá seríu.
Mikið er gaman að vera til !!! Jólaskapið er í hámarki !!
Sonur minn er í fótboltaliðakennslu hjá þeim systkinum úr Lynghrauni 10. Hann á að halda með Arsenal og gengur vel. Allavega labbar hann upp kallandi "Arsenal Arsenal eru bestir" go Hjörtur frændi hans gaf honum Arsenal fótboltabúning: