Yndisleg helgi. Sonur fór til pabba síns á föstudag og kom heim í gær. Við skreyttum jólatréð, já og skreyttum hjá okkur hreinlega. Við verðum svo lítið heima að mér finnst allt í lagi að hafa þetta uppi smá á undan jólum, til að njóta þess. Gabríel er svo mikið jólabarn að hann elskar allt þetta glingur og dót, ljósin og skrautið.
Í dag fórum við í jólahúsið, dunduðum þar í nærri klukkustund :) og á Gleártorg, mikið er gott að geta bara labbað um og skoðað -búin með allar gjafir svo ekkert stress :o)
Ég var að klára að skrifa á kort. Tölvan mín er öll í glimmeri, það er rautt glimmer á sumum kortunum he he . Ég nefnilega sá að ég skrifa heldur fleiri kort en 10 stk - skulum heldur tala um 22 stk... já ég er svo heppin, að ég á svo marga að sem mér þykir vænt um. Ég var einmitt að tala um jólin við Gabríel og ég fann hve heppin við erum. Og ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað við eigum góða að.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli