þriðjudagur, desember 02, 2008

22 dagar til jóla...

og 22 dagar í afmæli Gabríels.  Vá hvað tíminn líður hratt.  Var einmitt að finna jólastöffið um helgina.  Setti upp aðventuljósið sem ég verslaði mér um daginn.  Fann jólagardínurnar og setti þær í þvott.  Fann jóladúka og setti þá í þvott.  Gabríel var hjá pabba sínum um helgina.  Ég saknaði hans heldur meira en vanalega.  Var hrikalega gott að fá hann heim.

Á föstudag var foreldrakaffi í skólanum hans.  Og mér datt í hug að ath hvort pabbi hans vildi nú ekki mæta líka sem hann auðvitað gerði.  Þetta gerði svo mikið fyrir Gabríel, hann vissi ekki hvar hann átti að sitja og endaði með fimleikum á milli læra ha ha ha ! En hugsið út í þá foreldra sem geta þetta ekki. Hvað þau missa af miklu og hve mikið það særir börnin!  Mér finnst það einmitt svo gott að við getum öll talað saman - við erum jú fullorðið fólk sem berum hag Gabríels fyrir brjósti.  Hann er heppinn sá stutti :o)

Á laugardag var jólahlaðborð EJS.  Það var haldið á KEA eins og í fyrra og var maturinn geggjaður... ef fólk vill fá nánari lýsingu verður það að hringja :) - það er of langt að skrifa það hérna (enda fæ ég ekki borgað sem matargagngrýnandi) Þetta kvöld var hið skemmtilegasta.  Byrjað á fordrykk hjá Reyni sem er nýfluttur í nýja húsið sitt - sem er rosalega flott btw.  Matur góður, og hvítt/rautt með - og auðvitað var maður ekki að taka bara annað þar sem þetta var í boði EJS.   Á eftir fór hersingin á Café Amor.  En ég stoppaði ekki lengi, því maður var svo saddur að ég þráði það eitt að komast í rúmið mitt og liggja á meltunni. Og var ég ekki ein um það. Þeir hörðustu fóru á Kaffi Akureyri og skemmtu sér vel!

En knús til þeirra sem komu heim um jólin!! Kalli og Raggý eru komin heim í 2 mánaða stopp frá Eþíópíu!! Velkomin  heim elskurnar - vonandi næ ég að knúsa ykkur !!!  

Engin ummæli: