fimmtudagur, júní 11, 2009

á morgun!!

á morgun er dagurinn sem ég og 2 aðrar erum búnar að bíða eftir í þónokkurn langan tíma.  En á morgun þá hittumst við vinkonurnar og ætlum að gera okkur glaðan dag ! Mikið hlakka ég til að knúsa Amsterdambúann og Fellshlíðarfrúna. 

þessi vika er búin að vera skemmtileg, en hrikalega löng að líða.  kvíði líka morgundeginum því á morgun fer sonur minn til pabba síns og verður hjá honum í viku.  Mér finnst þetta svo langur tími.  En óskaplega held ég að við höfum gott af þessu.  Og hann á eftir að skemmta sér vel. 

Við erum búin að fara 2x í Kjarnaskóg í vikunni.  Á þriðjudag þá endaði hann heldur mikið í læknum svo við fórum fljótlega heim. Í gær þá fórum við í góða veðrinu í sund á Þelamörk og skemmtum okkur vel.  Splæstum á okkur hammara á eftir :)

vorum bæði heldur sybbin í morgun.  Finn alveg að hann er farinn að þurfa að komast í frí.   Honum finnst alltaf skemmtilegt í skólanum, en  hann er orðinn þreyttur þessi elska.  Mikið hlakka ég til að komast sjálf í frí og njóta daganna með syni mínum :o)

En fyrst er það þessi frábæra helgi sem er framundan !

Engin ummæli: