þriðjudagur, júní 02, 2009

sól sól skín á mig…

gott og gaman að vakna á svona dögum.  Eina var að sonur minn var ekki heima.  Hef ekki séð hann síðan á föstudag í hádeginu.  Mikið held ég að hann hafi skemmt sér vel blessaður um helgina.  Það var grill í skólanum  hans á föstudaginn og mættum við bæði með honum foreldrarnir.  Mér finnst skipta máli að hann hafi okkur bæði saman hjá sér.   Enda átti ég hamingjusamasta dreng í skólanum og þó víða væri leitað.  Og ekki skemmdi það fyrir að pabbi hans gat tekið hann með sér úr skólanum í hádeginu.  Ég held að það séu allt of mörg börn sem lenda í því að hafa foreldra sína aldrei saman með sér.  Sum börn sjá foreldra sína aldrei talast við einu sinni.  Sem mér finnst vera sorglegt.  Þetta er þeim svo mikilvægt, sá það alveg á mínum syni hve mikið hann naut þess að hafa okkur bæði hjá sér.

Allavega var helgin alveg afksaplega notaleg.  Var bara róleg á föstudagskvöldið.  Fór í gott partý á laugardag og út að dansa í kjölfarið, heldur rykug er ég vaknaði á sunnudag. 

Grillveisla í Mývatnssveit í foreldrahúsum.  Þar vorum við samankomin; mamma og pabbi, Þórhalla systir og allri fylgifiskar og afi og amma.  Afskaplega notalegt að fá okkur að borða saman og spjalla.

Mánudagur bjartur og fagur og latur.  Gerði ekki handtak.  Spilaði WoW og söng með góðri tónlist. 

Og þessi yndislega helgi endaði með góðri bíómynd með Önnu.  Fórum að sjá Angels and Demons og hún skemmir sko ekki bókina.  Ég naut myndarinnar og fannst hún vel þess virði að sjá hana í bíó.  Á eftir fengum við okkur að borða á Greifanum ásamt Hermanni en hann kom ekki með okkur í bíó. 

Og núna skín sólin, hlakka til að sækja soninn klukkan 4 í dag og fá mömmuknúsið mitt. 

Eigið góðan dag :o)

Engin ummæli: