mánudagur, júlí 27, 2009

bloggleti…

já allt of mikil bloggleti í mér þessa dagana.  Meira að segja bara tölvuleti.  Ég kem úr vinnunni og ég td sleppi alveg WoW þessa dagana.  Er meira með bókina á nefinu, alveg dottin ofaní lestur. 

En sl vika var fín. Sonur var heldur þreyttur þar sem það tekur á að byrja aftur í skólanum.  En gekk vél.  Vikan var heldur tíðindalaus.   þannig engar fréttir góðar fréttir.  Er bara ekkert að gúddera þetta veður.  Mér finnst bara ekkert í lagi að 3 vikur séu það eina sem við fáum af sumarveðri.  Ég var heppin að vera í fríi akkúrat þá. 

Við fórum í Fellshlíð á föstudag.  Loksins fékk sonur að fara í Fellshlíð. Harpan var þar líka go var afskaplega gott að sjá hana.  Svo langt síðan ég hef fengið Hörpuknús ! Svo við áttum gott kvöld; mikið talað og mikið hlegið!

Sonur fékk svo að fara á Hálfvitatónleika á laugardagskvöld.  Hann skemmti sér vel blessaður; fannst þetta allt afar spennó – vaka lengur, tralla og horfa á fólkið og fá að borða úti fisk og franskar :o) Við Anna skemmtum okkur vel líka ! 

Ég er alveg andlaus…. (enda mánudagur)

gah_husavik

Engin ummæli: