Sonur minn kominn heim. Mér leið afskaplega vel þegar ég var að fara að sofa í gær; allt eins og það á að vera ! Það síðasta sem ég geri áður en ég fer sjálf að sofa er að fara inn til hans og breiða betur yfir hann, ath hvort allt sé ekki örugglega allt í lagi og jafnvel taka dót sem tekur upp allt plássið í rúminu hans :o)
Við fórum á Nikulásarmótið á Ólafsfirði. Rosalega gaman ! Vorum í tjaldbúðum Mývetninga og horfðum á fótbolta. Gabríel var áhugasamur á laugardeginum en var heldur þreyttari á sunnudeginum :o) Þetta var mjög gaman og Hjörtur Smári og liðið hans urðu í 2. sæti í hans flokki! Rosalega duglegir krakkar þarna á ferð!
Afskaplega gott að koma heim í gær. Gabríel var fljótur að tæta til allt dótið sitt og leika sér með allt. Ég meira að segja fann fyrir smá spennufalli; sumarfrí búið, allt að komast í fastar skorður aftur. Mér finnst ég gæti sofið í heila öld samt. Skrýtið. Það eru kannski bara eftirstöðvar að hafa sofið í tjaldi um helgina. Hvíldist ekkert of vel. Kannski ég fari bara fyrr að sofa í kvöld. Sonurinn fékk spennufall í gær klárlega. Hann var ekkert búinn að vera heima í tvær vikur og var kominn með söknuð í dótið sitt. Þegar hann var búinn að ath hvert einasta dót í herberginu þá spyr hann um hálf átta : “mamma má ég fara að sofa núna” og við burstum og ég les hálfa bók (disney sögustund) og hann er sofnaður klukkan átta. Alveg búinn.
Búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli