sumarið er búið, já ég er ekkert að fegra hlutina. Það kom sumar í 3 vikur, heppin ég – það voru akkúrat þessar 3 vikur sem ég var í sumarfríi. En síðan ég kom úr fríi er búið að vera rigning og súld hérna á Akureyri. Mér er löngu hætt að finnast þetta sniðugt.
Annars er bara gott að frétta af okkur mæðginum. Lífið er komið í fastar skorður og jafnvel maður segi “sem betur fer”. Eins og ég elska frí, sumarfrí, dútl og leti; þá á ég það til að verða þreytt í rótleysi og rútínuleysi. Sonur er líka kominn á sitt ról; dettur út af 20:11 nákvæmlega on the dot, og springur úr rúminu 06:56 á morgnana..
Og núna getur maður bara farið að huga að jólagjöfum, kortagerð (haha einmitt) og afmælisveislu. Ég er sko byrjuð að huga að afmæli sonarins, ætla að halda honum alvöru barnaafmæli helgina fyrir jól :O) – já hver hefði trúað því fyrir ca 10 árum að ég ætti eftir að halda barnaafmæli… með dúkum, glösum, kertum, kökum (sem ég auðvitað baka sjálf – er miklu duglegri þar en í kortagerð) pökkum og söng… kaffi fyrir foreldra (aðallega mæðurnar sem við hittumst alltaf í veislum barna okkar – engin samskipti utan þeirra ha ha )
Ég er alveg hrikalega ligeglad þessa dagana. Er bara ekkert að stressa mig á hlutunum, og þarf ekki einu sinni á Polly að halda lengur. Hlutir eru svona status quo, sonur hraustur, vinnan skemmtileg, peningar duga, súbbi gengur, og ég kát :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli