mánudagur, ágúst 17, 2009

smá sól !

þegar við vorum að fara út í bíl í morgun þá upplifði ég smá haust í loftinu… svona fyrsti morguninn sem ég finn fyrir þessu.  Semst sumarið er búið…

Átti snilldar helgi.  Rima vinkona kom í heimsókn í mývó á laugardag með börnin sín tvö.  Ég hafði td aldrei hitt litlu prinsessuna hennar hana Unnu Dís.  Þvílíka skvísan sú litla. Og Hartmann orðinn svo stór og flottur ! Við Rima þurftum mikið að tala og sem betur fer þá náðu guttarnir okkar vel saman og gátu leikið sér.

Ég er svo stolt af henni Rimu.  Hún er svo dugleg og ég vona að allt gangi upp hjá henni, því ef einhver á það skilið þá er það hún ! Það er margt sem við höfum gengið í gegnum. Og það er alltaf spurningin um hvernig við vinnum úr þeim hlutum, aðstæðum og tækifærum sem við fáum uppí hendurnarnar.  Ég er td afar ánægð með hvernig hlutirnir þróuðust hjá mér og er ánægð og sátt með hvernig lífið er í dag.  Er á minni hornhillu og bíð eftir fyrsta tækifæri að taka stökkið :o)  - þá er það efnahagsástandið sem stoppar helling.. en það er bara að brosa og þakka fyrir það sem maður hefur :o) og ég hef það gott !

knús

Engin ummæli: