miðvikudagur, september 21, 2011

Stund á milli ....

Stund..  by Sólargeislinn
Stund.. , a photo by Sólargeislinn on Flickr.
vikan byrjaði ekki vel hjá mér. Mánudagurinn var dagur allra mánudaga, og ósköpin enduðu ekki fyrr en á miðnætti, en það hvellsprakk pera í svefnherberginu mínu korterí tólf... svo ég mátti taka fram ryksugu og þrífa nánast allt herbergið því glerbrotin flugu um allt. Heppni að hvernig ég lá í rúminu snéri frá gusunni..

í dag fórum við sonur og áttum smá stund á milli stríða. Sótti hann í skólann og við út í Kjarna. Hann að vaða og ég með myndavélina.

Alltaf afskaplega gott að komast út fyrir bæinn, þó það sé ekki lengra en í Kjarna. Með myndavélina á nefinu, bara að gleyma mér i eigin hugsunum að reyna að fanga eitthvað myndefni... stundum verða þau bara til stundum ekki..

þar til síðar elskurnar :)

2 ummæli:

Anna Geirlaug sagði...

Hvað er þetta með þig og að láta glerbrotum rigna yfir þig á sérstökum stundum....en samt gott að þið komist í kjarna og hugsa...það eru ekki allir sem fatta að gera þetta.

Nafnlaus sagði...

ha ha já - ég man þegar spegillinn hrundi þegar ég var í baði - það var nokkuð skondið ha ha
~ Guðrún