sunnudagur, október 30, 2011
dublin!
fimmtudagur, október 13, 2011
Álfkonur
Ég er í alveg yndislegum ljósmyndahóp – Álfkonum. Þar eru konur á öllum aldri, alveg yndislegar. Ég er að læra svo mikið af þeim og það er alveg virkilega stutt í hláturinn. Ein kom með frábæra klausu á facebook hjá okkur, sem ég varð að deila með ykkur:
“Á þessari mynd má sjá sjaldgæfa tegund kvenkyns spendýra, svokallaðar ÁLFkonur sem flakka um í litlum eða stórum hópum fjarri afkvæmum sínum og mökum. Það sem einna helst einkennir og sameinar þessa mislitu tegund er lítill svartur hlutur sem hangir um háls þeirra. Framan á hlutnum er svokallað þriðja auga spendýrsins sem nemur umhverfið á allt annan hátt en hin tvö gera. Litli kassinn með þriðja auganu sem ég hef kosið að kalla myndavél, nota ÁLFkonur til þess að nærast en kjörlendi þeirra er víðátta landsins frá sjávarmáli til hæstu fjalla. Tegundin er hörð af sér og nærist allan sólahringinn jafnvel þótt úti sé vonskuveður. Þegar kvöldar eiga ÁLFkonur það til að gefa frá sér óskiljanleg hávær hljóð einkum ef að tungl er fullt og norðurljósin dansa um himininn. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því tegundin er talin hættulaus. Þegar ÁLFkonur eru ekki á flakki um kjörlendið nota þær tímann til þess að þjálfa upp vöðvanna í andlitinu. Þá veður á þeim eins og enginn sé morgundagurinn og annars lagið má heyra frá þeim miklar rokur sem erfitt er að útskýra nánar. Samhliða þessum miklu rokum sem geta staðið frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma taka þær bakföll og halla sér svo fram og hhhaaaalllllddddaaa!!! Skál :) “
Höf: Berglind H. Helgadóttir ÁLFkona
miðvikudagur, október 12, 2011
vetur ?
Jæja - þá kom frostið.. ekki snjórinn ennþá samt..
það er samt voða dimmt núna þegar klukkan hringir og ég finn alveg að ég er ekki alveg jafn spræk á fætur og fyrir td bara hálfum mánuði síðan. Vona að þetta sé bara því ég er að fara heldur seint að sofa.
Finn auka orku hjá mér samt - þe ég er ekki að sofna kl 8 eins og í fyrra - og samt ekki ná að vakna kl 7. Ég er full orku á kvöldin (skýrir hve seint ég sofna) og ég held það sé einungis vegna Bjargs..
finn samt kvíða fyrir vetrinum. Svo miklar breytingar í vinahópnum og ég er svo hrædd um að enda aftur bara single one out... finn strax breytingar nú þegar í þá áttina eitthvað en næ ekki að benda bent á þær. Ég er líka sjálf meira upptekin, meira að gera hjá mér.
En núna er "me time" - Guðrúnartími. Ég verð að hugsa og einbeita mér að því sem ég byrjaði á í haust á Bjargi, sem btw gengur vel og ég finn aukna vellíðan. Er búin að setja mér ákveðin markmið, næstu 3 ár verða helguð þessum markmiðum.
En sálartetrið þarf samt á félagshliðinni að halda líka.
þar til næst elskurnar ..
þriðjudagur, október 11, 2011
Norðurljósin
Fyrsta myndin mín af norðurljósum! Alveg dásamlega gaman að sitja úti í myrkrinu, með vélina og smella af, laga til, prufa nýtt, læra meira!
Ef skýjahulan hefði ekki verið til staðar hefði ég sennilegast verið úti alla nóttina, þetta er alveg dásamlegt! Núna verð ég alltaf með úlpu og teppi í bilnum, þá get ég bara farið út með vélina og þrífótinn og elt norður ljósin.
Þau eru svo falleg, þau dönsuðu fyrir okkur Álfkonurnar, græn með bleikum og fjólubláum borðum...
miðvikudagur, október 05, 2011
fyrsti snjórinn
sumir vöknuðu á undan klukkunni.. vöktu mömmu sína með að kalla innan úr næsta herbergi “mamma mammaaa það er kominn SNJÓR !!” Mamman leit á klukkuna; 06:30.. æði...
Sonurinn var á útopnu um morguninn, þyrlaðist um íbúðina, og mamman þurfti varla að benda honum á að klæða sig í útifötin. Og þurfti bara að segja einu sinni að nú þyrfti að slökkva á sjónvarpinu og finna skóna. það var ekki einu sinni vesen að finna kuldaskóna þó þeir væru inni í hjólageymslu, í kompunni síðan sl vetur. Venjulega hefði þetta ferli tekið nánast 10-15 mínútur; að klæða sig í útifötin, slökkva á sjónvarpinu og finna skóna (þó þeir væru bara við innganginn)
Og síðan heyrðist neðan úr stigaganginum; “mammaa ég er sko farinn að bíða eftir þér” Svona líka syngjandi kátur með nýja fallega hvíta snjóinn. Mamman gat nú lítið annað en samgleðst drengnum sínum, svona hamingja smitar út frá sér.
Mamman hefur venjulega aldrei glaðst yfir þessu blauta hvíta kalda, en í dag var þetta einhvern veginn öðruvísi. Hún tók þátt í gleðinni með drengnum, reif upp myndavélina nýju og tók eina mynd út af svölunum sínum. Sagði svo við þann stutta að hún ætlaði að taka nýju vélina og hans myndavél með í vinnuna, því þau gætu örugglega farið í smá myndagöngu eftir vinnu og skóla. Loksins búin að finna áhugamál sem hægt er að virkja ljósu hliðarnar á vetrinum.
Allt í einu, í fyrsta skipti á ævinni er snjórinn ekki svo óyfirstíganlegur, ekki svo hræðilegur, kaldur. Allt í einu er kannski veturinn ekki svo kaldur og dimmur..
mánudagur, október 03, 2011
það er alveg ótrúlegt hvað sumt fangar mann
mamma var að sýna Gabríel fingurbjargirnar sínar – og ég held að ég gæti setið endalaust og skoðað. Fólk hefur verið svo duglegt að færa henni fingurbjargir allstaðar frá – öllum heimshornum.
margar eru mjög venjulegar og “plain” – en samt koma þær frá löndum sem mig hefur ekki dreymt um að heimsækja einu sinni. Sumar eru gerðar sérstaklega til að fanga ferðamenn og eru algjört skart – eitthvað sem á svo heima í glerskáp til sýnis.
Einnig á hún gamlar fingurbjargir sem voru notaðar td í Belg, notaðar gamlar – sem gætu örugglega sagt frá svo mörgu…
sunnudagsheimferðin
og hvað er betra en að stoppa einhverstaðar í náttúrunni og æfa sig að taka fosa/vatn myndir ? Sonurinn hæst ánægður með þetta, honum finnst alltaf svo gaman að leika sér við Goðafoss - svo skemmtilegur sandurinn.
Ég vopnuð leiðbeiningum af netinu hvernig á að gera svona og svo hinsegin - sem er frábært til að byrja á - en svo leikur maður sér með vélina og þá einhvern veginn kemur mynd.
þessi litli foss er partur af Goðafoss. Hann liggur neðar í straumnum, rétt áður en maður kemur að göngubrúnni. Mér fannst hann svo krúttulegur - eins og hann sé með blóm í vasa/hnappagati, en á örugglega ekki sitt eigið nafn greyið..
Núna er mánudagur.. again.. Og heilabúið er ekki alveg komið úr helgarfríi ennþá - eða er að þráast við að samþykkja að það sé mánudagur.