og hvað er betra en að stoppa einhverstaðar í náttúrunni og æfa sig að taka fosa/vatn myndir ? Sonurinn hæst ánægður með þetta, honum finnst alltaf svo gaman að leika sér við Goðafoss - svo skemmtilegur sandurinn.
Ég vopnuð leiðbeiningum af netinu hvernig á að gera svona og svo hinsegin - sem er frábært til að byrja á - en svo leikur maður sér með vélina og þá einhvern veginn kemur mynd.
þessi litli foss er partur af Goðafoss. Hann liggur neðar í straumnum, rétt áður en maður kemur að göngubrúnni. Mér fannst hann svo krúttulegur - eins og hann sé með blóm í vasa/hnappagati, en á örugglega ekki sitt eigið nafn greyið..
Núna er mánudagur.. again.. Og heilabúið er ekki alveg komið úr helgarfríi ennþá - eða er að þráast við að samþykkja að það sé mánudagur.
2 ummæli:
Þessi mynd er algjörlega fullkomin í mínum augum....ROSA FLOTT
Takk takk æðislega :)
knús Guðrún
Skrifa ummæli